Sannkölluð matarástríða
Við leggjum metnað okkar í að bjóða upp á úrval af réttum sem eru eldaðir með besta hráefninu og valdir úr ferskasta hráefninu.
Veitingastaðirnir
Mynd 1 af 0
Grand Brasserie
Grand Brasserie er nútímalegur og glæsilegur veitingastaður þar sem hægt er að njóta fyrsta flokks matargerðarlistar.
Veitingastaðurinn er opinn alla daga vikunnar og býður upp á hádegis- og kvöldverðarseðil. Yfirmatreiðslumeistari Grand Brasserie er stjörnukokkurinn Úlfar Finnbjörnsson.
Mynd 1 af 0
Bjórgarðurinn
Bjórgarðurinn á Fosshótel Reykjavík er samkomustaður allra bjórunnenda og þeirra sem þykir gott að borða góðan mat.
Á Bjórgarðinum getur þú gengið að því vísu að fá alltaf góðan bjór, enda bjóðum við ótrúlegt úrval úr öllum áttum, bæði á krana og flöskum. Mikil áhersla er lögð á árstíðarbundinn bjór og samstarf við innlend brugghús. Við sérhæfum okkur í að para saman mat og bjór enda teljum við að bjór upphefji allar máltíðir.
Mynd 1 af 0