Vinnustaðurinn
Gakktu til liðs við okkar frábæra teymi
Við erum fjölbreyttur hópur fólks sem vinnur saman og veitir einstaka gestrisni um land allt.
Við tökum vel á móti fólki með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu sem nýtist í starfi. Við erum ávallt í leit að metnaðarfullum og þjónustulunduðum einstaklingum. Hótel okkar eru um land allt og oft gefst kostur á að starfa á áhugaverðum stöðum. Húsnæði er í boði á landsbyggðinni.
Jafnlaunastefna Íslandshótela
Markmið samstæðu Íslandshótela er að vera eftirsóttur og sanngjarn vinnustaður þar sem allir starfsmenn hafa jöfn tækifæri í starfi.
Til að framfylgja jafnlaunastefnu hefur samstæða Íslandshótela innleitt jafnlaunakerfi sem nær til allra starfsmanna og tryggir að sömu aðferðum er beitt við launaákvarðanir.
Tölulegar upplýsingar af mannauði Íslandshótela
985
Fjöldi starfsmanna
56%
Konur
44%
Karlar
49
Mism. þjóðerni
610
Starfa á hótelum í Reykjavík
375
Starfa á hótelum á landsbyggðinni