Vottanir

Sem leiðandi félag í íslenskri ferðaþjónustu tökum við ábyrgð á að setja gott fordæmi í sjálfbærri og ábyrgri ferðaþjónustu.

Skuldbinding okkar við að bæta velferð samfélagsins, starfsfólks, viðskiptavina og umhverfisins mótar daglegan rekstur okkar. Til að tryggja gagnsæi og trúverðugleika í vegferð okkar í átt að sjáfbærni höfum við einsett okkur að uppfylla stranga vottunarstaðla frá óháðum vottunaraðilum.

Svansvottun

Hótel Reykjavík Grand hefur með stolti borið Svansvottun frá árinu 2012. Þetta var fyrsta hótelið okkar til að uppfylla ströng skilyrði fyrir norræna umhverfismerkið og er eina hótelið í Reykjavík sem hefur hlotið vottunina. Þessi árangur endurspeglar skuldbindingu okkar við sjálfbærni og vottunin heldur áfram að marka stefnu fyrir rekstur okkar á komandi árum.

Lesa meira um Svansvottun.

Green Key

Þann 19. janúar 2022 undirritaði Íslandshótel hf. samstarfssamning við Vottunarstofuna Tún ehf. til að sækjast eftir Green Key vottun FEE fyrir öll hótel keðjunnar. Jafnframt var gerður samningur við Klappir Grænar Lausnir hf. til að halda utan um  sjálfbærniupplýsingar félagsins. Frá og með ágúst 2024 hafa öll hótel okkar hlotið vottun frá Green Key International, sem gerir Íslandshótel að fyrstu sjálfbærnivottuðu hótelkeðjunni á Íslandi.

Lestu meira um Green Key vottunina.