Umhverfisstefna Íslandshótela

Íslandshótel bjóða upp á umhverfisvæna hótel- og ráðstefnuþjónustu á hótelum sínum um allt land. Við leggjum áherslu á gott aðgengi fyrir alla og að þjónustan henti öllum. Umhverfismál eru okkur mikilvæg og við viljum vera öðrum fyrirmynd í starfi okkar að umhverfismálum og vinnum markvisst í þá átt með eftirfarandi hætti.

Fræðum og miðlum um umhverfismál

  • Upplýsum viðskiptavini um umhverfisstarf hótelanna og efla samstarf sem gæti dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum.
  • Tryggja að starfsfólk hafi góða þekkingu og beiti viðurkenndum aðferðum í umhverfisstarfi hótelanna.
  • Fylgjumst með nýjungum í umhverfismálum og eflum almenna umhverfisvitund.

Drögum úr magni óflokkaðs úrgangs  

  • Bjóðum ekki upp á einnota- eða sérpakkaðar vörur, sé þess kostur.
  • Flokkum allan úrgang og sendum til endurvinnslu.
  • Gerum flokkun aðgengilega fyrir gesti og starfsmenn.

Drögum úr orkunotkun

  • Notum ávallt LED og sparperur við endurnýjun en ekki glóperur.
  • Veljum orkunýtin tæki við innkaup.
  • Vinnum markvisst að því að draga úr orkunotkun.

Kaupum vistvænt

  • Kaupum ávallt umhverfisvottaðar vörur og þjónustu þegar það er mögulegt.
  • Bjóða upp á lífrænt ræktaðar vörur, þar sem því verður við komið.

Drögum úr vatnsnotkun

  • Notum vatnssparandi búnað.
  • Fylgjumst reglulega með stillingu á tækjum og vatnsnotkun í eldhúsi, þvottahúsi og heilsurækt.