Umhverfisstefna

Við berum ábyrgð á umhverfinu – og við tökum það alvarlega.

Við viljum vera fyrirmynd í sjálfbærni og verndun náttúrunnar. Sem stærsta hótelkeðja á Íslandi leggjum við metnað í að draga úr kolefnislosun, hvetja til ábyrgðar og innleiða betri lausnir. Við einblínum á það sem skiptir máli og skilar raunverulegum árangri:

🔋 Orka | 💧 Vatn | ♻️ Úrgangur |🌟 Vottanir

 Þessir lykilþættir eru undirstaða allra okkar ákvarðana og aðgerða til að tryggja að náttúran njóti velferðar – fyrir okkur öll og komandi kynslóðir.

Umhverfisstefna Íslandshótela
Geyser

🔋 Orka

100% endurnýjanleg orka á öllum hótelum okkar.

Orkunýtni er lykilatriði í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Við erum stolt af því að nota eingöngu endurnýjanlega orku og forðast jarðefnaeldsneyti. Við erum stöðugt að finna snjallari leiðir til að draga úr orkunotkun án þess að skerða gæði þjónustunnar.

Brúará River in West Iceland

💧 Vatn

Vatn er dýrmæt auðlind sem við berum ábyrgð á að vernda.

Aðeins um 1% af vatni heimsins er nothæft ferskvatn. Þótt Ísland hafi ríkulegar vatnsbirgðir viljum við tryggja að það haldist þannig. Við nýtum vatn af virðingu og ábyrgð svo nægilegt ferskvatn verði til staðar fyrir komandi kynslóðir.

Enviroment

♻️ Úrgangur

Úrgangur fyrir okkur er hráefni sem hægt er að nýta aftur.

Við setjum hringrásarhagkerfið í forgang – að draga úr úrgangi, flokka rétt og stuðla að endurvinnslu. Matarsóun vegur þar þungt og við vinnum stöðugt að því að lágmarka hana með markvissum aðgerðum. Við leitum leiða til að nýta það sem áður var talið úrgangur sem verðmætan auðlind.

UK Swan A NEG RGB

🌟 Vottanir

Við leggjum lykiláherslu á sjálfbærni og að tryggja gagnsæi í allri okkar vinnu.

Til að tryggja gagnsæi og trúverðugleika í vegferð okkar í átt að sjálfbærnimarkmiðum okkar hafa öll hótelin okkar fengið vottun frá óháðum vottunaraðilum. Frá og með ágúst 2024 hafa öll hótelin okkar hlotið Green Key vottun frá FEE, sem gerir okkur að fyrstu sjálfbærnivottuðu hótelkeðjunni á Íslandi. Að auki hefur Hótel Reykjavík Grand borið, með stolti, Svansvottun frá árinu 2012. Þessar vottanir staðfesta skuldbindingu okkar við ábyrga ferðaþjónustu og sjálfbæra starfshætti í öllum okkar rekstri.

Lesa meira