Jafnvægisvogin 2024

Íslandshótel hlaut viðurkenningu og gullmerki Jafnvægisvogarinnar 2024.

Ásta Dís Ólafsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogarinnar afhenti verðlaunahöfum viðurkenninguna við hátíðlega athöfn.

Markmið Jafnvægisvogarinnar er að auka jafnvægi kynjanna í efstu lögum skipulagsheilda og að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis. 

Íslandshótel hefur tekið þátt í Jafnvægisvoginni og náð markmiðum verkefnisins frá upphafi. Þetta er sjötta árið í röð sem Íslandshótel tekur við slíkri viðurkenningu, og það er einnig vert að nefna að Íslandshótel var fyrsta ferðaþjónustufyrirtækið sem hlaut viðurkenninguna árið 2019. 

Við hjá Íslandshótelum erum ákaflega stolt og ánægð með þessa viðurkenningu og munum halda áfram vegferð okkar fyrir jafnrétti og jöfnum tækifærum af fullum þunga inn í framtíðina.