Framkvæmdastjórn
Davíð Torfi Ólafsson
Forstjóri
Davíð hóf sinn feril hjá Íslandshótelum árið 2009 og var framkvæmdastjóri Fosshótela næstu þrjú árin. Árið 2012 markaði ákveðin tímamót í sögu Íslandshótela en þá sameinuðust öll hótelin undir merkjum félagsins og Davíð tók við sem forstjóri Íslandshótela sem hann hefur gengt allar götur síðan.
Áður starfaði Davíð sem framkvæmdastjóri Húsaco ehf og þar áður var hann hjá Íslenska Útvarpsfélaginu. Hann hefur setið í mörgum stjórnum og nefndum í gegnum tíðina. Má þar nefna stjórn SA, stjórn SAF, fagráð Íslandsstofu og nefnd um stefnumótun Höfuðborgarstofu.
Hrund Hauksdóttir
Framkvæmdastjóri Fjármálasviðs
Hrund tók við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs í desember 2024 eftir að hafa starfað á fjármálasviði félagsins frá árinu 2023.
Hrund er löggiltur endurskoðandi með M.Acc meistaranám í reiknishaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands og B.S. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði hjá endurskoðendaskrifstofunni BDO ehf. á árunum 2018 – 2023, hjá Deloitte á árunum 2013 – 2017 og sem forstöðumaður áhættustýringar hjá Landsbankanum frá 2005 – 2013.
Hjörtur Valgeirsson
Framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs
Hjörtur hefur starfað hjá Íslandshótelum síðan 2016 þegar hann hóf störf sem hótelstjóri á Fosshótel Reykjavík. Árið 2020 tók hann við starfi sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.
Hjörtur hefur unnið við hótelstörf í rúm 20 ár. Áður starfaði Hjörtur sem hótelstjóri á Centerhotel Þingholti, sem gestamóttökustjóri á Hilton Reykjavík Nordica, við ýmis hótelstörf hjá Crowne Plaza og Halkin í London og sem hótelstjóri á Hótel Eddu. Hjörtur hefur setið í stjórn FHG frá 2022.
Hann lauk BA prófi í hótelstjórnun frá London South Bank University og MBA frá Vlerick Management School í Leuven.
Erna Dís Ingólfsdóttir
Framkvæmdastjóri Mannauðs- og Gæðasviðs
Erna Dís hefur starfað hjá Íslandshótelum síðan 2002 og setið í framkvæmdastjórn Íslandshótela frá árinu 2018.
Hún hefur yfir 20 ár reynslu innan hótel og veitingageirans og unnið í flest öllum stöðum innan hans. Áður starfaði Erna Dís sem starfsþróunar- og gæðastjóri og hótelstjóri hjá Íslandshótelum, sem deildarstjóri hjá Fosshótelum og 101 hótel, og á upplýsingamiðstöð ferðamanna hjá Hafnarfjarðarbær. Erna Dís situr í stjórn SAF.
Hún hefur lokið MSc gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands, B.A. gráðu í fatahönnun og markaðsfræði frá University of Wales og Accademia Italiana, IPMA vottun og Advanced diploma C2 í Ítölsku.
Ásmundur Sævarsson
Framkvæmdastjóri Sölu- og Markaðssviðs
Ásmundur hefur starfað hjá Íslandshótelum síðan 2015 og allan tímann í framkvæmdastjórn. Hann hefur yfir 20 ára reynslu í ferðaþjónustu og kom frá Primera Travel Group þar sem hann var í sjö ár og stýrði vef- og markaðsmálum fyrir ferðaskrifstofur félagsins í Skandinavíu. Fimm árin þar á undan starfaði hann sem sérfræðingur í markaðsdeild Icelandair. Ásmundur starfaði í nokkur ár hjá fjarskiptafyrirtæki með aðsetur í Washington D.C. og Norður-Virginíu.
Ásmundur er viðskiptafræðingur frá Coastal Carolina University, SC, USA og hefur einnig lokið Mini MBA frá Akademias - Leiðtoginn og stafræn umbreyting.
Rósa María Ásgeirsdóttir
Framkvæmdastjóri Upplýsingatæknisviðs
Rósa hefur starfað hjá Íslandshótelum síðan í ársbyrjun 2024, kom þá inn í framkvæmdastjórn sem framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs.
Hún hefur yfir 20 ára reynslu úr upplýsingatækni, var í 19 ár hjá Íslandsbanka þar sem hún gengdi ýmsum störfum innan upplýsingatækni, seinni áratuginn eingönu í stjórnunarstörfum innan hugbúnaðar og færði sig 2021 yfir til Völku og svo Marel að stýra teymum sem sinntu hugbúnaðargerð fyrir fiskiðnaðinn.
Rósa er tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.
Fylgstu með okkur
Fáðu sendar nýjustu fréttir um viðburði og tilboð á okkar hótelum og veitingastöðum um allt land.
Það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi í boði. Skráðu þig og láttu engin sértilboð fram hjá þér fara!
Ávallt er hægt að afskrá sig af póstlistanum með því að smella á afskráningartengilinn í tölvupóstinum.