Sagan

1992 - 2022

Íslandshótel má rekja aftur til ársins 1992 þegar Hótel Reykjavík var opnað við Rauðarárstíg 37. Hótelið opnaði með 30 herbergi og þrjátíu árum síðar voru hótelin orðin 18 og rétt tæplega 2.000 herbergi.  

1992

Byrjunin

Fyrirhugað hafði verið að húsnæðið að Rauðarárstíg 37 ætti að vera skrifstofubygging en Ólafur Torfason og fjölskylda ákvað að veðja frekar á hótelrekstur. Þessi framtíðarsýn þótti merkileg á sínum tíma þar sem ekki margir stefndu á ferðaþjónustuna.

1994

Holiday Inn keypt

Árið 1994 var Holiday Inn keypt og ári síðar var nafninu breytt og nýtt Grand Hótel Reykjavík opnað með 109 herbergi.

1997

Nýr ráðstefnusalur á Grand Hótel Reykjavík

Árið 1997 opnaði Gullteigur, stærsti ráðstefnusalur landins, á Grand Hótel Reykjavík en hann rúmaði 500 manns. Við þessa viðbót þá efldist verulega funda- og ráðstefnugeta hótelsins.

2005

Hótel Reykjavík Centrum

Hótel Reykjavík Centrum við Aðalstræti opnar þetta ár. Hótelið er byggt á gömlum grunni en elsti hluti hússins var byggður árið 1764 og fá töfrar liðinna tíma að skína í gegn. Hótelið er með 89 herbergi. 

2007

Grand Hótel Reykjavík stækkar

Grand Hótel Reykjavík stækkaði um 202 herbergi er tveir sambyggðir 13 hæða turnar risu. Var hótelið þar með orðið stærsta hótel landsins með 311 herbergi. 

2008 - 2009

Breyting á eignarhaldi Fosshótela

Í lok árs 2008 varð breyting á eignarhaldi Fosshótela þegar Ólafur Torfason keypti meirihluta í félaginu en Fosshótel keðjan var stofnuð árið 1996. Árið 1999 keypti Íslandshótel 10% hlut í Fosshótelum.

2012 - 2014

Sérstök tímamót í sögu Íslandshótela

Árið 2012 markaði sérstök tímamót í sögu Íslandshótela, en þá voru öll hótelin sameinuð undir merkjum Íslandshótela. Á næstu árum fjölgaði hótelunum jafnt og þétt á landsbyggðinni. Meðal annars Fosshótel Austfirðir á Fáskrúðsfirði sem opnaði árið 2013 eftir endurgerð í samvinnu við Minjavernd.

2015

Fosshótel Reykjavík

Árið 2015 opnaði Fosshótel Reykjavík dyrnar og var því orðið stærsta hótelið á Íslandi með 320 herbergi. Sunnan heiða var Fosshótel Hekla einnig opnað. Sama ár var byrjað að sækja um og innleiða gæðavottun Vakans sem tók mið af þáttum eins og t.d. umhverfi, öryggismálum, menntun og þjálfun starfsfólks.

2016

Fosshótel Jökulsárlón og frekari uppbygging

Mikil stækkun átti sér stað þetta ár. Hótel voru opnuð víðsvegar um landið og eitt glæsilegasta hótel landsins Fosshótel Jökulsárlón opnaði við rætur Öræfajökuls. Tvö Fosshótel opnuðu á Vesturlandi þ.e. á Hellnum og í Stykkishólmi. Jafnframt var Fosshótel Húsavík stækkað og herbergjafjöldi fór úr 66 í 110 herbergi.

2017

Fosshótel Mývatn

Í einstaklega fallegu umhverfi opnaði Fosshótel Mývatn dyr sínar árið 2017. Sama ár voru herbergin á Fosshótel Reykholt endurnýjuð ásamt móttöku og bar. Fosshótel Núpar var stækkað ásamt því að ný móttaka og barsvæði var tekið í notkun. Á Grand Hótel Reykjavík var nýr og endurgerður Háteigur opnaður.

2018 - 2019

Gildi, stefnur og framtíðarsýn

Horft inn á við og unnið með gildi, þjónustuloforð, áherslur og framtíðarsýn sem birtast í nýju myndmerki Íslandshótela og endurspeglar það sem hótelkeðjan og starfsfólkið stendur fyrir.

Undirbúningur hófst að stækkun á Fosshótel Reykholti og Fosshótel Stykkishólmi.

2020 - 2021

Covid-19

Þrautseigja og kraftur starfsfólks Íslandshótela skein í gegn við þessar fordæmalausu aðstæður. Nánast á hverjum degi stóð starfsfólkið frammi fyrir nýjum áskorunum og hnikaði hvergi á þessum erfiðu tímum.

2022

Opnun hótela á ný

Í maí voru öll 17 hótelin opin á ný sem var mikið gleðiefni. Í júlí opnaði svo Hótel Reykjavík Saga, nýtt og glæsilegt hótel sem er einstaklega vel staðsett í hjarta miðbæjarins.