Svör við algengum spurningum
Íslandshótel má rekja aftur til ársins 1992 þegar Hótel Reykjavík var opnað við Rauðarárstíg 37. Hótelið opnaði með 30 herbergi og þrjátíu árum síðar eru 18 hótel og rétt tæplega 2.000 herbergi undir merkjum Fosshótela og Hótel Reyjavík. Fosshótel eru staðsett hringinn í kringum landið og Hótel Reykjavík er með 4 stjörnu hótel í Reykjavík fyrir ferðamenn og ráðstefnugesti sem vilja njóta glæsilegar aðstöðu og framúrskarandi þjónustu.
Okkar teymi samanstendur af fjölbreyttum hópi liðsmanna sem vinna saman að því markmiði að gefa af sér einstaka gestrisni um land allt. Við kunnum að meta alla reynslu og erum alltaf að leita að metnaðarfullum og þjónustulunduðum einstaklingum til að slást í hópinn. Sjá nánar hér.
Allt frá byrjun COVID-19 faraldursins hefur Íslandshótel lagt mikla áherslu á það að tryggja öryggi bæði gesta og starfsfólks. Íslandshótel vann náið með Sjúkratryggingum Íslands og Rauða Krossi Íslands með því að útvega aðstöðu fyrir sóttkví á lokuðum hótelum og hefur það samstarf reynst okkur afar vel til að innleiða nýja verkferla og þjálfun starfsfólks á öllum okkar hótelum.
Jafnframt er Íslandshótel þátttakandi í verkefni á vegum Ferðamálastofu sem byggir á erlendri fyrirmynd og ber heitið Hreint og öruggt / Clean & Safe. Þátttakan er loforð til okkar gesta um að þrifum og sóttvörnum sé sinnt af samviskusemi og að öllum reglum yfirvalda sé fylgt.
Innritun er eftir kl 15:00 og útritun er fyrir kl 12:00.
Snemmbúin og síðbúin innritun er í boði gegn vægu gjaldi en tekur ávallt mið af bókunarstöðu hótelsins hverju sinni og birtist þá sem valmöguleiki í tölvupósti sem gestir fá nokkrum dögum fyrir komu. Einnig er hægt að hafa samband við hótelið.
Það eru frí bílastæði á öllum okkar hótelum á landsbyggðinni. Á hótelum í Reykjavík eru bílastæði með gjaldskyldu og bílastæðahús í nágrenninu.
Já, það eru hleðslustöðvar á öllum hótelum okkar á landsbyggðinni og einnig á nokkrum hótelum í Reykjavík. Sjá nánar aðstöðu á hverju hóteli fyrir sig.
Íslandshótel bjóða upp á ráðstefnu og fundaraðstöðu sem á sér enga líka hér á landi. Aðstaðan hentar frábærlega fyrir ráðstefnur, sýningar, stóra sem smáa fundi, veislur, árshátíðir, fermingar, erfidrykkjur og fleira. Sjá nánar hér.
Hundar eru velkomnir á hótelin*. Takmarkað magn herbergja er í boði á hverju hóteli fyrir sig og mikilvægt að taka fram þegar gisting er bókuð að hundar eru með í för. Sjá nánar hér.
*ATH því miður getum við ekki tekið á móti hundum á Fosshótel Reykjavík.
Þú getur keypt gjafabréf í gistingu eða spa hér á gjafabréfavefnum okkar.
Gjafabréfin okkar hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár enda gjöf sem gleður og margir valmöguleikar í boði.
Því miður er ekki hægt að bóka beint á okkar vef með gjafabréfi.
Íslandshótel leggja metnað sinn í að sinna samfélagslegri ábyrgð og veita styrki til þarfra málefna og eru umhverfismál, forvarnarmál og líknarmál þar fremst í flokki.
Lagður er gistináttaskattur að upphæð 800 ISK á hvert herbergi / hverja gistinótt. Skatturinn er innheimtur við komu á hótel.
Ef bókað er á okkar vef og greitt við komu, þá er hægt að afbóka bókun allt að 48 klst. fyrir komu í gegnum link sem fylgir með bókunarstaðfestingu.
Athugið að ekki er hægt að breyta bókun.
Hjá Íslandshótelum leggjum við mikla áherslu á sjálfbærni og að tryggja næði gesta okkar. Markmið okkar er að draga úr umhverfisáhrifum starfseminar með því að lágmarka notkun á óþarfa hreinsiefnum og
vatni. Þetta þýðir að starfsfólk okkar munu eingöngu fara inn í herbergi gesta til að þrífa og fylla á, sé þess óskað.Við biðjum gesti vinsamlegast um að láta móttökuna vita við innritun eða fyrir kl. 10 samdægurs ef óskað er eftir þrifum. Gestum er einnig velkomið að biðja um hrein handklæði, rúmföt og annað sem gæti vantað meðan á dvöl stendur.Við vonum að með þessu upplifir þú persónulegri og afslappaðari dvöl hjá okkur.
Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu ekki hika við að hafa samband við starfsfólk okkar.
Fyrir nánari upplýsingar um sjálfbærnistefnu og Green Key vottun Íslandshótela, smelltu hér.
Við biðjum gesti vinsamlegast um að láta móttökuna vita við innritun eða fyrir kl. 10 samdægurs ef óskað er eftir þrifum. Gestum er einnig velkomið að biðja um hrein handklæði, rúmföt og annað sem gæti
vantað meðan á dvöl stendur.