Magnað í Mývatnssveit

Njótum lífsins í einstakri náttúru með útsýni yfir Mývatn. Frábær kvöldverður, notalegt hótelherbergi og róleg heilsustund í notalegum jarðböðum.

Innifalið í tilboðinu er einnar nætur gisting fyrir tvo á Fosshótel Mývatni ásamt morgunverðarhlaðborði, tveggja rétta kvöldverði, aðgangi í Jarðböðin við Mývatn ásamt fordrykk.*  

Jarðböðin við Mývatn eru ein vinsælasta afþreying Norðurlands og henta öllum sem vilja njóta þess að vera í beinni snertingu við náttúruna, slaka á og endurnæra líkama og sál. Boðið er upp á náttúruleg gufuböð, baðlón og heitan pott.

*Kampavín og Aperol Spritz/Sarti Spritz undanskilið. 

Nánar:

  • Tilboðið gildir 18. janúar til 30. apríl 2025
  • Verð föstudaga - laugardaga 47.900 kr.
  • Verð sunnudaga - fimmtudaga 43.100 kr.
  • Uppfærsla í Lake View herbergi 4.000 kr.
  • Uppfærsla í Svítu 20.000 kr.
  • Auka nótt með morgunverði 22.500 kr. 

Matseðill: 

Forréttur:
Reyktur silungur frá bænum Hellu borinn fram á rúgbrauði með tartarsósu
eða
Nauta carpaccio með ristuðum heslihnetum, brauðteningum og basil

Aðalréttur
Grilluð kjúklingabringa með sveppa-risotto og hvítlaukssósu
eða
Steikt bleikja með smælki og rótargrænmeti í tómat-kryddjurtasósu

Fyrir frekari upplýsingar og til að bóka, vinsamlegast sendið á myvatn@fosshotel.is

 

 

 

 

Innifalið:

Gisting fyrir tvo í eina nótt, morgunverður, tveggja rétta kvöldverður og aðgangur í Jarðböðin ásamt fordrykk.* 

Tilboðið gildir til

30. apríl 2025

Gildir með fyrirvara um bókunarstöðu.

Gildir aðeins á Fosshótel Mývatni.