Viðburðir og upplifanir
Tilboð og hinir ýmsu viðburðir sem Íslandshótel hafa upp á að bjóða.
Leikhústilboð á Fosshótel Húsavík
Í tilefni þess að Leikfélag Húsavíkur setur upp sýninguna Sex í Sveit bjóðum við uppá tilboð í gistingu og mat á Fosshótel Húsavík.
Vorfrí í Reykjavík
Leyfðu þér notalega borgarferð og njóttu alls þess besta sem Reykjavík hefur uppá að bjóða.
Vorfrí á landsbyggðinni
Vissirðu að öll okkar hótel hafa hlotið sjálfbærnivottun? Taktu sjálfbæra ákvörðun og njóttu þín í námunda við stórbrotna náttúru.
Æfinga- og slökunarferð með Indíönu & Finni Orra á Fosshótel Reykholti
Einstök æfingahelgi fyrir pör, vinahópa eða systkini á Fosshótel Reykholti helgina 4.-6. apríl þar sem heilsusamlegt líferni, ljúffengur matur og afslöppun sameinast í fullkomnu jafnvægi.
Æfinga- og dekurferð með Indíönu á Fosshótel Reykholti
Kynnum æfingaferð 6.-7. apríl sem samanstendur af öllu sem nútímakonan þarf á að halda. Góðar æfingar, útivera, dekurstund í fallegri heilsulind, næringarríkur matur & frábær félagsskapur á fallegu hóteli í hæfilegri lengd frá bænum.
Rómantík í Reykholti
Gisting fyrir tvo með morgunverði, tveggja rétta kvöldverður og aðgangur í heilsulind hótelsins. Komdu þeim sem þér þykir vænt um á óvart með gistingu á Fosshótel Reykholti.
Huggó á Húsavík
Gisting fyrir tvo í eina nótt, morgunverður, tveggja rétta kvöldverður að hætti hússins og aðgangur í GeoSea sjóböðin á Húsavík.
Hygge í Hólminum
Gisting í standard tveggja manna herbergi með morgunverði ásamt fordrykk og tveggja rétta kvöldverði að hætti hússins fyrir tvo.
Magnað í Mývatnssveit
Gisting fyrir tvo á Fosshótel Mývatni ásamt tveggja rétta kvöldverði, morgunverðarhlaðborði og aðgangi í Jarðböðin við Mývatn. Gerðu þér dagamun í náttúruparadísinni við Mývatn.
Gæðastund á Grand
Gisting í Tower View herbergi með morgunverði og þriggja rétta kvöldverður að hætti Grand Brasserie fyrir tvo.
Brúðkaupsnóttin á Hótel Reykjavík Grand
Gisting í Tower view herbergi, blómvöndur, freyðivín, ferskir ávextir og súkkulaði.
Gisting og golf í Hólminum
Gisting fyrir tvo með morgunverði, tveggja rétta kvöldverður að hætti hússins, fordrykkur og aðgangur að golfvellinum í Stykkishólmi.
Gisting og brunch á Fosshótel Reykjavík
Gisting í Tower View herbergi á Fosshótel Reykjavík, brunch hlaðborð á Haust Restaurant og frítt bílastæði í bílastæðahúsi.