Hótel Reykjavík Saga
Hótel Reykjavík Saga, ljáir Lækjargötunni nýjan blæ og hönnunin er nútímalegt og klassískt í senn.
Hótel Reykjavik Saga er einstaklega vel staðsett í hjarta miðbæjarins, nokkrum skrefum frá Tjörninni, Dómkirkjunni, listasöfnum og fjölmörgum verslunum og veitingastöðum. Á hótelinu er einnig að finna veitingastaðinn Fröken Reykjavik kitchen & bar. Hótelið skartar jafnframt tveimur glæsilegum og rúmgóðum þaksvölum með frábæru útsýni. Hlýlegt og sólríkt útisvæði er á bak við hótelið með trjám og bekkjum. Á hótelinu er fyrsta flokks líkamsræktaraðstaða og heilsulind með eimbaði og sánu. Aðgengi er mjög gott þar sem rútustæðið er beint fyrir utan hótelið.
Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
Fröken Reykjavík Kitchen & Bar er glæsilegur veitingastaður staðsettur í hjarta Reykjavíkur.
Lögð er áhersla á ný-Evrópska matargerð og notast er við bestu og ferskustu staðbundnu hráefni sem fáanleg eru en leikið er með bragð og áferð. Á veitingastaðnum sem hannaður var með ívafi af Art Deco stíl er líflegur bar, vínherbergi, vetrargarður og opið eldhús þar sem þú getur fylgst með kokkunum elda matinn.
Svör við algengum spurningum
Innritun er eftir kl 15:00 og útritun er fyrir kl 12:00.
122 herbergi eru staðsett í aðalbyggingu hótelsins og eru aðgengileg með lyftu, 8 annex herbergi eru í hliðarbyggingu hótelsins þar sem ekki er lyfta.
Snemmbúin og síðbúin innritun er í boði gegn vægu gjaldi en tekur ávallt mið af bókunarstöðu hótelsins hverju sinni og birtist þá sem valmöguleiki í tölvupósti sem gestir fá nokkrum dögum fyrir komu. Einnig er hægt að hafa samband við hótelið.
Ef bókað er á okkar vef og greitt við komu, þá er hægt að afbóka bókun allt að 48 klst. fyrir komu í gegnum link sem fylgir með bókunarstaðfestingu.
Athugið að ekki er hægt að breyta bókun.
Morgunverður er í boði frá kl. 7:00 til kl. 10:00.
Já, hundar eru velkomnir á hótelið. Takmarkað magn herbergja er í boði á hverju hóteli fyrir sig og mikilvægt að taka fram þegar gisting er bókuð að hundar eru með í för. Hægt er að kynna sér skilmála hér.
Nei, en bílastæði með gjaldskyldu og bílastæðahús eru í nágrenninu.
Já, veitingastaðurinn Fröken Reykjavík Kitchen & Bar. Ásamt heilsulind og heilsurækt. Heilsulind er opin frá 08:00-20:00.
Í heilsulindinni finnur þú líkamsrækt, fótalaug, þurrgufu, gufu og afslöppunarsvæði.
Við biðjum gesti vinsamlegast um að láta móttökuna vita við innritun eða fyrir kl. 10 samdægurs ef óskað er eftir þrifum. Gestum er einnig velkomið að biðja um hrein handklæði, rúmföt og annað sem gæti
vantað meðan á dvöl stendur.Hjá Íslandshótelum leggjum við mikla áherslu á sjálfbærni og að tryggja næði gesta okkar. Markmið okkar er að draga úr umhverfisáhrifum starfseminar með því að lágmarka notkun á óþarfa hreinsiefnum og
vatni. Þetta þýðir að starfsfólk okkar munu eingöngu fara inn í herbergi gesta til að þrífa og fylla á, sé þess óskað.Við biðjum gesti vinsamlegast um að láta móttökuna vita við innritun eða fyrir kl. 10 samdægurs ef óskað er eftir þrifum. Gestum er einnig velkomið að biðja um hrein handklæði, rúmföt og annað sem gæti vantað meðan á dvöl stendur.Við vonum að með þessu upplifir þú persónulegri og afslappaðari dvöl hjá okkur.
Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu ekki hika við að hafa samband við starfsfólk okkar.
Fyrir nánari upplýsingar um sjálfbærnistefnu og Green Key vottun Íslandshótela, smelltu hér.
Lagður er gistináttaskattur að upphæð 666 ISK á hvert herbergi / hverja gistinótt. Skatturinn er innifalin í herbergjaverði.