Fosshotel Eastfjords Standard Double or Twin Room
Standard Double eða Twin Herbergi
Fosshotel Eastfjords exterior
Fosshótel Austfirðir
Fosshotel Eastfjords Exterior
Fosshotel Austfirðir
Fosshotel Eastfjords Exterior
Fosshotel Austfirðir
Fosshotel Eastfjords Reception
Móttaka
Fosshotel Eastfjords Exterior
Fosshotel Austfirðir
Fosshotel Eastfjords Restaurant
Veitingastaður
Fosshotel Eastfjords Superior Room
Superior Double eða Twin Herbergi
Fosshotel Eastfjords Standard Double or Twin Room
Standard Double eða Twin Herbergi
Fosshotel Eastfjords exterior
Fosshótel Austfirðir
Mynd 1 af 0

Fosshótel Austfirðir

HÓTEL
  • Hotels in Reykjavík
  • Hotels in North and East
  • Hotels in South
  • Hotels in West

Fosshótel Austfirðir

Fosshótel Austfirðir er einstaklega fallegt þriggja stjörnu hótel staðsett í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði. Þar er einnig veitingastaður og safn þar sem lífi og starfi franskra sjó­manna er gert skil. Aðgangur að safninu er ókeypis fyrir hótelgesti.

Starfsemi hótelsins fer fram í 4 byggingum við Hafnargötuna sem hafa verið endurgerðar í samvinnu við Minjavernd. Þekktasta húsið er Franski spítalinn sem var reistur árið 1903 og í notkun sem sjúkrahús í um aldarfjórðung. Húsið var flutt út í Hafnarnes árið 1939 þar sem það var endurreist sem fjölbýlishús og skóli. Við enduruppbyggingu húsanna var lögð áhersla á að endurnýta byggingarefni eins og hægt var. Byggingarnar hlutu menningarverðlaun Evrópu, Europa Nostra á sviði menningararfleiðar vegna þessara umbreytinga en þetta er jafnframt fyrsta verkefnið hér á landi sem hlýtur þessi eftirsóttur verðlaun.

Veitingastaðurinn L'Abri er á hótelinu.

Herbergi

47 herbergi í 4 hótelbyggingum sem setja sterkan svip á Hafnargötuna á Fáskrúðsfirði.

Allar hótelbyggingarnar skarta helstu sérkennum bygginga frá tímum Franskra sjómanna í bænum og saman mynda þær skemmtilega heild við aðalgötu Fáskrúðsfjarðar. Herbergi hótelsins bjóða upp á nútímalega innréttingar í sambland við franskan stíll en í öllum herbergjum má m.a. finna sjónvarp, útvarp og ókeypis þráðlaust net.

Sjá nánar

Veitingastaður

Kvöldverður með óviðjafnanlegu útsýni yfir bryggjuna og fjörðinn.

Skemmtileg staðsetning L‘Abri veitingahússins gerir gestum kleift að njóta dýrindis máltíðar úti á bryggjunni í kvöldsólinni eða inni í notalegheitum við arineld. Matargerðin er innblásin af frönskum og skandinavískum hefðum og gildum þar sem meginþorri hráefnisins kemur frá bændum og sjómönnum í nágreninu. Innangengt er úr veitingahúsinu í Franska safnið þar sem töfrar liðinna tíma njóta sín til fulls.

Sjá nánar

Svör við algengum spurningum

  • Innritun er eftir kl 15:00 og útritun er fyrir kl 12:00. 

  • Snemmbúin og síðbúin innritun er í boði gegn vægu gjaldi en tekur ávallt mið af bókunarstöðu hótelsins hverju sinni og birtist þá sem valmöguleiki í tölvupósti sem gestir fá nokkrum dögum fyrir komu. Einnig er hægt að hafa samband við hótelið.

  • Ef bókað er á okkar vef og greitt við komu, þá er hægt að afbóka bókun allt að 48 klst. fyrir komu í gegnum link sem fylgir með bókunarstaðfestingu. 

    Athugið að ekki er hægt að breyta bókun.

  • Morgunverður er í boði frá kl. 7:00 til kl. 10:00.

  • Já, hundar eru velkomnir á hótelið. Takmarkað magn herbergja er í boði á hverju hóteli fyrir sig og mikilvægt að taka fram þegar gisting er bókuð að hundar eru með í för. Hægt er að kynna sér skilmála hér.

  • Já, bílastæði eru fyrir framan hótelið. 

  • Já.

  • Já, það eru hleðslustöðvar fyrir framan hótelið. 

  • Nei, Fosshótel Austfirðir er lokað frá 1. nóvember til 30. apríl.

  • Við biðjum gesti vinsamlegast um að láta móttökuna vita við innritun eða fyrir kl. 10 samdægurs ef óskað er eftir þrifum. Gestum er einnig velkomið að biðja um hrein handklæði, rúmföt og annað sem gæti 
    vantað meðan á dvöl stendur.

  • Hjá Íslandshótelum leggjum við mikla áherslu á sjálfbærni og að tryggja næði gesta okkar. Markmið okkar er að draga úr umhverfisáhrifum starfseminar með því að lágmarka notkun á óþarfa hreinsiefnum og 
    vatni. Þetta þýðir að starfsfólk okkar munu eingöngu fara inn í herbergi gesta til að þrífa og fylla á, sé þess óskað.

    Við biðjum gesti vinsamlegast um að láta móttökuna vita við innritun eða fyrir kl. 10 samdægurs ef óskað er eftir þrifum. Gestum er einnig velkomið að biðja um hrein handklæði, rúmföt og annað sem gæti vantað meðan á dvöl stendur.Við vonum að með þessu upplifir þú persónulegri og afslappaðari dvöl hjá okkur.

    Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu ekki hika við að hafa samband við starfsfólk okkar.

    Fyrir nánari upplýsingar um sjálfbærnistefnu og Green Key vottun Íslandshótela, smelltu hér.

  • Lagður er gistináttaskattur að upphæð 800 ISK á hvert herbergi / hverja gistinótt. Skatturinn er innifalin í herbergjaverði.